Starf í boði | Deildarfulltrúi á skrifstofu safnsins

Langar þig að slást í hóp starfsmanna hjá Borgarbókasafninu?

Laus er til umsóknar 100% staða deildarfulltrúa á skrifstofu safnsins sem staðsett er á 4. hæðinni í Borgarbókasafninu Grófinni

Leitað er að starfsmanni sem býr yfir frumkvæði, samskiptahæfni og hefur tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð til að starfa að margvíslegum verkefnum. Auk framangreinds krefst starfið metnaðar, skipulagshæfni og sveigjanleika.

Markmið Borgarbókasafns er að auka lýðræði og jöfnuð, efla læsi og auka aðgengi borgarbúa að fræðslu og menningartengdu efni. Borgarbúar eru hvattir til þátttöku í að efla safnið sem miðstöð menningar og mannlífs, fræðslu og sköpunar.

Leitað er eftir einstaklingi sem hefur ríka þjónustulund og brennandi áhuga á að vinna með starfsmannahópi safnsins að ofangreindum markmiðum.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með aðföngum
  • Skráningu í aðfangakerfi Gegnis (bókasafnskerfi á landsvísu)
  • Tenging safnkosts
  • Uppgjör og tekjuskráning
  • Innkaup á skrifstofu- og rekstrarvörum
  • Önnur almenn skrifstofustörf 

 

Umsóknarfrestur: 6. október 2024

Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á vef Reykjavíkurborgar og þar er að finna allar nánari upplýsingar um starfið.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir, skrifstofustjóri
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is | ​​​​​​​ 411 6110