Valeria Luiselli hlýtur Dublin bókmenntaverðlaunin
Valeria Luiselli tók nýverið á móti bókmenntaverðlaunum sem kennd eru við bókmenntaborgina Dublin fyrir bók sína Lost Children Archive. Hún er fyrsti mexíkóski rithöfundurinn til að hljóta verðlaunin sem hafa verið veitt í 26 ár. Almenningsbókasöfn víða um heim tilnefna bækur til verðlaunanna, þ.á.m. Borgarbókasafnið. HÉR getið þið kynnt ykkur sögu verðlaunanna og verðlaunahafann í ár.
Við hvetjum okkar lesendur til að kynna sér verðlaunabókina auk hinna sem tilnefndar voru en þær er að sjálfsögðu að finna hjá okkur, ýmist á Borgarbókasafninu eða Rafbókasafninu.
Materials