Tími doðrantanna er kominn

Tími fyrir langar bækur | Bókalisti

Suma daga er asinn og erillinn svo mikill að fólki finnst það varla hafa tækifæri til að setjast niður með dagblað, hvað þá bók. Nú er öldin önnur og því kjörið að leggjast í lestur langra bóka sem hafa jafnvel verið á leslistanum árum saman!

Þegar hugsað er til langra skáldsagna flögrar hugurinn gjarnan til 19. aldar – enda flæddi blekið vissulega frjálslega á tímum þegar höfundar skrifuðu margir fyrir tímarit og fengu greitt fyrir hvert ritað orð eins og til dæmis bretinn Charles Dickens. Rússar og Frakkar eiga líka líka sína fulltrúa á listum yfir lengstu skáldsögurnar og svo má ekki gleyma klassískum verkum á borð við Tídægru, Don Kíkóta, Moby Dick og Gargantúa og Pantagruel.

Listinn hér að neðan er þó ekki bundinn við 19. öldina heldur sækir til margra tímabila og ekki síst nútímans þar sem höfundar á borð við Donnu Tartt, J.K. Rowling og Roberto Bolano gefa kollegum sínum frá 19. öldinni ekkert eftir. Margar bækurnar eru vissulega epískar sögulegar skáldsögur, en þó má þar finna barnabækur (Harry Potter) ævisögur (Min Kamp) og jafnvel reyfara (Tombstone) og hrylling (The Stand). Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þótt listinn sé auðvitað fjarri því að vera tæmandi!

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 10. júní, 2020 12:57
Materials