Tilnefningar til Maístjörnunnar

Ljóðaverðlaunin Maístjarnan hafa verið veitt árlega síðan árið 2017, svo þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin verða veitt. Í ár eru fimm bækur tilnefndar, en gjaldgengar voru allar útgefnar ljóðabækur ársins 2020 sem skilað var inn til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. 

Tilnefndar bækur eru:

Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur. 
Draumstol eftir Gyrði Elíasson. 
Þagnarbindindi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur.
Kyrralífsmyndir eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. 
1900 og eitthvað eftir Ragnheiði Lárusdóttur. 

Dómnefnd skipa Sverrir Norland fyrir hönd Rithöfundasambandsins og María Logn Kristínardóttir Ólafsdóttir fyrir hönd Landsbókasafnsins. Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að vekja sérstaka athygli á blómlegri ljóðabókaútgáfu á Íslandi, en á síðasta ári voru gefnir út yfir 70 titlar. 

Ljóðbækur sem áður hafa hlotið Maístjörnuna eru:

2020: Þvottadagur eftir Jónas Reyni Gunnarsson
2019: Fræ sem frjóvga myrkrið eftir Evu Rún Snorradóttur
2018: Kóngulær í sýningargluggum eftir Kristínu Ómarsdóttur
2017: Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 28. apríl, 2021 16:59
Materials