TIlnefningar til Fjöruverðlaunanna
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

Tilkynnt hefur verið hvaða bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi. Dómnefndir hafa tilnefnt bækur í þremur flokkum: fagurbókmenntir, barna- og unglingabókmenntir sem og fræðibækur og rit almenns eðlis.
Þetta er í fjórtánda sinn sem Fjöruverðlaunin verða afhent, en þeim var frá upphafi ætlað að vekja athygli á og hampa bókum kvenna. 
 

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis hlutu tilnefningu bækurnar Íslenskir matþörungar – ofurfæða úr fjörunni eftir Eydísi Mary Jónsdóttur, Hinrik Carl Ellertsson, Karl Petersson og Silju Dögg Gunnarsdóttur, Konur sem kjósa: Aldarsaga eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur og Þættir úr sögu lyfjafræðinnar á Íslandi frá 1760 eftir Hilmu Gunnarsdóttur.

Fræðibækur tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2021

Í flokki fagurbókmennta hlutu bækurnar Aprílsólarkuldi eftir Elísabetu Jökulsdóttur, Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og Undir Yggdrasil eftir Vilborgu Davíðsdóttur tilnefningu. 

Fagurbókmenntir tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2021

Í flokki barna- og unglingabókmennta voru það svo bækurnar Sjáðu eftir Áslaugu Jónsdóttur, Iðunn og afi pönk eftir Gerði Kristnýju og Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur sem hlutu tilnefningu í ár. 

Barna- og ungmennabækur tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2021

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 17. febrúar, 2021 14:29