Norrænu verðlaun Prisma veitt í fyrsta sinn

Prisma eru norræn hinsegin bókmenntaverðlaun sem verða veitt í Malmö í annað sinn þann 7. desember 2024.

Markmið verðlaunanna er að skapa vettvang fyrir umræður og samskipti um hinsegin reynslu og -bókmenntir á Norðurlöndunum.

Prisma er skipulagt af sjálfboðaliðahóp ásamt um fimmtíu dómnefndarmeðlimum í sjálfboðavinnu. Í ár er í fyrsta sinn dómnefnd frá hverju Norðurlandanna, meðal annars Íslandi. Íslenska dómnefndin tilnefndi Mennsku eftir Bjarna Snæbjörnsson til verðlaunanna, í flokki samnorrænna verka. Í hinum flokkunum koma bækur á sænsku eingöngu til greina, en í þessum flokki má tilnefna bækur sem komið hafa út á öðrum Norðurlandamálum. 

Flokkur
UppfærtFimmtudagur, 24. október, 2024 10:59
Materials