National Book Awards 2024

Hin árlega National Book Awards verðlaunahátíð fór fram þann 20. nóvember og til heiðurs framúrskarandi bókmenntaverk í Bandaríkjunum. Sigurvegarar kvöldsins voru valdir úr fjölbreyttum hópi höfunda og verka sem hafa vakið athygli fyrir kraftmikla frásagnarlist, nýstárlega sýn og sem tækla samfélagsleg málefni á áhrifaríkan máta.

Verðlaunin eru veitt í fimm flokkum:

 

 

Í flokki skáldsagna:

James, eftir Percival Everett

Þegar Jim, sem er þræll, heyrir að hann eigi að vera seldur manni í New Orleans og aðskilinn að eilífu frá konu sinni og dóttur, ákveður hann að fela sig á Jackson-eyju í grenndinni á meðan hann útbýr áætlun. Á sama tíma hefur Huck Finn sviðsett eigin dauða til að flýja ofbeldisfullan föður sinn, sem nýlega er kominn aftur í bæinn. Eins og þau sem þekkja bandarískar bókmenntir vita, hefst þannig hættulegt ferðalag á fleka niður Mississippi-fljót, í átt að óljósri og oft á tíðum ótryggri von um Frelsisríkin. Þótt margir frásagnarþættir úr Ævintýrum Stikkilsberja-Finns haldist óbreyttir birtist sjálfstæði, greind og samkennd Jims í algjörlega glænýju ljósi. 

(Texti frá útgefanda)

 

 

Í flokki ljóðabóka

Something about living, eftir Lena Khalaf Tuffaha

Ljóðabókin fjallar um líf Palestínumanna í gegnum sjónarhorn bandarískrar tungu og dregur fram arfleifð þöggunar og útrýmingar. Hvað gerist þegar tungumálið leyfir aðeins að stöðugar hörmungar séu framreiddar í snyrtilegum pakkningum til neyslu sem síðan er fleygt eins og einnota umbúðum?

(Texti frá útgefanda) 

 

 

Í flokki barna- og ungmennabóka

Kareem Between, eftir Shifa Saltagi Safadi

Sjöundi bekkur er nýhafinn, og Kareem hefur þegar klúðrað málunum. Besti vinur hans er fluttur burt, hann missti af tækifærinu til að komast í fótboltaliðið, og vegna uppruna síns var honum úthlutað að sýna nýja krakkanum í skólanum—sýrlenskum flóttamanni með þungan og vandræðalegan hreim—skólann. Rétt þegar Kareem heldur að líf hans í grunnskóla sé í rúst, lofar fótboltaþjálfarinn að útvega honum annað prufutækifæri í liðið. En það er háð skilyrði: Kareem þarf að gera nokkuð sem hann veit að er rangt. Svo ákveður móðir Kareems að snúa aftur til Sýrlands til að aðstoða fjölskyldu sína en kemst ekki aftur heim.

Kareem er fastur á milli. Á milli landa, vina, fótbolta, foreldra—og á milli þess sem er rétt og rangt. Nú þarf hann að taka af skarið, finna sjálfstraustið og rata í gegnum fegurðina og vonina sem leynast einhvers staðar þarna í miðjunni.

(Texti frá útgefanda)

 

 

Í flokki rita almenns efnis

Soldiers and Kings: Survival and Hope in the World of Human Smuggling, eftir Jason De León

Pólitískur óstöðugleiki, fátækt, loftslagsbreytingar og óseðjandi þörf fyrir ódýrt vinnuafl knýja áfram leynilega för fólks yfir landamæri. Þegar þessi landamæri styrkjast eykst eftirspurnin eftir smyglurum sem hjálpa farandfólki að komast yfir þau ár hvert. En raunverulegt líf og starf smyglara—eða „coyotes“ eða leiðsögumanna, eins og farandfólkið sem nýtir þjónustu þeirra kallar þá oft—sjaldan skoðuð nema úr fjarlægð, þar sem þeir eru dregnir upp í klisjum og staðalímyndum, oft sýndir sem ógnvekjandi skrímsli eða ofbeldisfullir stríðsherrar. Til að öðlast betri skilning á þessum nauðsynlega en ólöglega iðnaði, sem hleypur á milljörðum, lagði mannfræðingurinn Jason De León upp með hópi smyglara sem fluttu farandfólk yfir Mexíkó í sjö ár.

Niðurstaðan er bókin Soldiers and Kings: fyrsta djúpstæða, persónudrifna rannsóknin á mannsmygli. Þetta er hjartnæm og innileg frásögn sem hverfist um líf og dauða eins smyglara sem verður ástfanginn og reynir að segja skilið við smygl. De León lýsir lífi smáspilara sem eru að stíga sín fyrstu skref í smyglheiminum, og siðlausra gengisleiðtoga sem stjórna ólíklegum hópum leiðsögumanna og uppljóstrara meðfram för farandfólksins.

(Texti frá útgefanda)

 

 

Í flokki þýddra bóka

Taiwan Travelogue, eftir Yáng Shuāng-zǐ, í þýðingu Lin King

Maí 1938. Ungskáldið Aoyama Chizuko leggur upp frá heimabæ sínum í Nagasaki til Taívan. Hún er boðin þangað af japönskum stjórnvöldum sem stýra eyjunni, en hefur lítinn áhuga á formlegum veislum eða heimsvaldastefnu þeirra. Þess í stað þráir hún að upplifa raunverulegt líf á eyjunni og smakka sem mest af hinni ósviknu matargerð, í samræmi við frægilega matarlyst sína.

Fljótlega er ung taívönsk kona, sem er yngri en hún sjálf, ráðin sem túlkur hennar. Chizuru, sem heitir nánast sama nafni, skipuleggur ferðir um Suðurlandið og heillar hana með fræðimennsku, nákvæmni og ótrúlegri matargerðarlist. Á ferðalögum með lest, yfir krydduðum réttum og lifandi samræðum, verður Chizuko hugfangin og þráir að komast nær henni. En Chizuru heldur ákveðinni fjarlægð, og það er ekki fyrr en eftir sársaukafullan aðskilnað sem Chizuko skilur ástæðuna.

Taiwan Travelogue vekur til lífs gleymda nýlendutíð og afhjúpar á snjallan hátt hvernig valdatengsl móta okkar nánustu sambönd.

(Texti frá útgefanda)

 

Hátíðin mikilvægur vettvangur fyrir bókmenntir sem hafa áhrif út fyrir landamæri Bandaríkjanna.

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 26. nóvember, 2024 15:03