Fjöruverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, hafa verið veitt árlega frá árinu 2007 í þremur flokkum; fyrir fagurbókmenntir, fyrir fræðibækur og rit almenns eðlis og í flokki barna- og unglingabókmennta. Tilnefningar til verðlaunna voru tilkynntar þann 3. desember 2019 í Borgarbókasafninu Grófinni. Nú hefur verið kunngert hvaða bækur hljóta verðlaunin í ár, en Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri afhenti þau við hátíðlega athöfn í Höfða. Verðlaunahafarnir eru:
Í flokki fagurbókmennta: Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Útgefandi Benedikt bókaútgáfa
Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Jakobína: Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur. Útgefandi Mál og menning
Í flokki barna- og unglingabókmennta: Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Útgefandi Bókabeitan
Verðlaunahafarnir fengu listaverk eftir myndlistarkonuna Koggu.
Tilnefndar voru auki:
Í flokki fagurbókmennta: Svanafólkið eftir Kristínu Ómarsdóttur og Okfruman eftir Brynju Hjálmsdóttur.
Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Öræfahjörðin: Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur og Listin að vefa eftir Ragnheiði Björk Þórsdóttur.
Í flokki barna- og unglingabókmennta: Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur og Villueyjar eftir Ragnhildir Hólmgeirsdóttur.
Yfirlýstur tilgangur Fjöruverðlaunanna er að stuðla að aukinni kynningu á ritverkum kvenna og hvetja konur í rithöfundastétt til dáða. Við sendum verðlaunahöfunum innilegar hamingjuóskir.