
Barnabókaverðlaun Reykjavíkur
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða þann 23. apríl. Borgarbókasafnið óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með heiðurinn.
Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum:
Í flokki frumsaminna skáldverka hlaut Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir verðlaunin fyrir Mömmu Sandköku
Í flokki þýðinga hlutu Elías Rúni og Mars Proppé verðlaunin fyrir bókina Kynsegin: Endurminningar
og Rán Flygenring hreppti verðlaunin í flokki myndlýsinga fyrir Tjörnina
Áfram barnabókmenntir!
Materials