Austur-evrópskar bókmenntir
Austur-evrópskar bókmenntir

Austur-evrópskar skáldsögur

Leshringurinn Sólkringlan tók fyrir Austur-evrópskar skáldsögur vorið 2019.

Ríkisráðið eftir Boris Akúnín er rússnesk glæpa- og njósnasaga sem gerist á keisaratímabilinu. Hún þótti bæði spennandi og skemmtileg þó að rússnesku nafnahefðirnar og embættistitlarnir hafi þvælst aðeins fyrir.
Salamöndrustríðið eftir Karel Capek er tékknesk vísindaskáldsaga frá millistríðsárunum, óhefbundin frásögn en mjög holl lesning sem kom skemmtilega á óvart.
Dauðar sálir eftir Níkolaj Gogol er ádeila á rússneskt samfélag um miðja 19. öld. Sumum þótti hún aðeins of þungmelt en öðrum ótvírætt meistaraverk.
Stutt árgrip af sögu traktorsins á úkraínsku eftir Marínu Lewycka er fyndin saga um fjölskyldu úkraínskra innflytjenda í Bretlandi. Það var almenn sátt um að hún væri skemmtileg aflestrar og fróðleg en kannski ekkert sérlega djúp né með mjög viðkunnalegum persónum.
Meistarinn og Margaríta eftir Míkhaíl Búlgakov þykir ein besta rússneska skáldsaga 20. aldarinnar og því voru meðlimir leshringsins sammála. Bæði margþætt og kómísk, bók sem er hægt að lesa oft og alltaf uppgötva eitthvað nýtt.

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 10. júní, 2020 12:57
Materials