Leiðbeinendurnir okkar

Þrír íslenskir leiðbeinendur með mikla reynslu taka á móti þátttakendum og eru til staðar til að aðstoða.

Hildur Loftsdóttir er rithöfundur, blaðamaður og kennari. Hildur hefur búið á fjórum mismunandi löndum og hefur gaman af tungumálum. Hún hefur starfað sem íslenskukennari undanfarin 11 ár, fyrst í New York og núna hjá Tin Can Factory í Reykjavík. Hildur hefur skrifað nokkrar frábærar barnabækur og hlaut árið 2021 hljóðbókarverðlaunin fyrir bók sína Eyðieyjan í flokki barna -og ungmennabókmennta. 

Hildur


Sigurður Hermannsson er málvísindamaður með brennandi áhuga á tungumálum og kennir íslensku sem annað mál. Sigurður (Siggi) stofnaði vefsíðuna https://www.icelandicmadeeasier.com til að allir sem vilja læra íslensku hefðu ókeypis aðgang að efni og tækjum. Þegar Siggi er ekki að kenna íslensku á bókasafninu eða í einkatímum heima hjá sér er hann líklegast að vinna í íslenskri orðabók wordreference.com í sjálfboðastarfi.

siggi


Ingunn Hreinberg Indriðadóttir er málfræðingur og tungumálakennari. Hún hefur unnið sem íslenskukennari í Múltíkúltí og Mími en þar áður kenndi hún íslensku í Rússlandi þar sem hún bjó og lærði í fimm ár. Ingunn vinnur við Háskóla Íslands en þar kennir hún rússnesku og málvísindi.

Ingunn Hreinberg Indriðadóttir

 

Lísa Mikaela Gunnarsdóttir er málfræðingur/málvísindakona og verðandi talmeinafræðingur. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík og ólst upp tvítyngd með íslensku og ensku að móðurmáli en hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á tungumálum, orðsifjum og samanburðarmálfræði. Hún kenndi íslensku sem annað mál í Dósaverksmiðjunni í 5 ár. 

profile picture of Lisa Mikaela Gunnarsdóttir

 

Frekari upplýsingar:
Hildur Björgvinsdóttir, verkefnastjóri | viðburðir og fræðsla 
hildur.bjorgvinsdottir@reykjavik.is

Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur | fjölmenningarmál
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is