Spilum og spjöllum á íslensku

THE PROGRAM IN ENGLISH HERE

Borgarbókasafnið býður uppá ókeypis samverustundir fyrir þau sem vilja æfa sig að tala íslensku í vinalegu umhverfi. Stundirnar eru reglulega í Grófinni, Spönginni og Kringlunni. Leiðbeinendur hafa mikla reynslu í að kenna íslensku sem annað mál. Við spilum orðaleiki, spjöllum og skemmtum okkur vel.


Öll geta verið með, líka þau sem tala ekki mikla íslensku!

Dagskrá Spilum og spjöllum vor 2023: 

Borgarbókasafnið Grófinni 

Laugardagurinn 7. janúar | kl. 11:30 - 13:00 
Laugardagurinn 4. febrúar | kl. 11:30 - 13:00 
Laugardagurinn 4. mars | kl. 11:30 - 13:00 
Laugardagurinn 1. apríl | kl. 11:30 - 13:00 
Laugardagurinn 6. maí | kl. 11:30 - 13:00 
Laugardagurinn 3. júní | kl. 11:30 - 13:00 

Borgarbókasafnið Spönginni 
Laugardagurinn 21. janúar | kl. 11:30 - 13:00 
Laugardagurinn 18. febrúar | kl. 11:30 - 13:00 
Laugardagurinn 18. mars | kl. 11:30 - 13:00 
Laugardagurinn 22. apríl | kl. 11:30 - 13:00 
Laugardagurinn 20. maí | kl. 11:30 - 13:00 

Borgarbókasafnið Kringlunni
Fimmtudagurinn 12. janúar | kl. 10:30 - 12:00 
Fimmtudagurinn 9. febrúar | kl. 10:30 - 12:00 
Fimmtudagurinn 9. mars | kl. 10:30 - 12:00 
Fimmtudagurinn 13. apríl | kl. 10:30 - 12:00 
Fimmtudagurinn 11. maí | kl. 10:30-12:00

 

Tveir frábærir og reynslumiklir leiðbeinendur aðstoða þátttakendur. HÉR er hægt að kynnast þeim. 

Saga Jen Zhang og Garance Merholz mæta reglulega á Spilum og spjöllum og segja það frábæra leið til að læra tungumálið og kynnast nýju fólki. Hér má lesa viðtal við Sögu og hér má lesa viðtal við Garance þar sem hvor um sig deilir reynslunni af viðburðunum og gleðinni. 


Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur í fjölmenningarmálum
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is