25. september - Rotterdam
Upplifum borgina með nýjum hætti – uppgötvum bókasafnið!
Komdu með okkur í göngutúr í óvæntar áttir sem endar í lautarferð þar sem við sitjum saman, deilum mat og hugmyndum og búum til tímabundið rými þar sem við ímyndum okkur borgina sem framtíðarbókasafn. Hugsum um bókasafnið út frá hlutverki þess, en ekki sem byggingu. Hvað ef allt líf í borginni væri bókasafn, þar sem borgararnir velja safnkostinn? Ímyndaðu þér að þú sért framtíðarbókavörður, notaðu öll skilningarvitin þín til að safna þekkingu og komdu henni svo fyrir í ímynduðu framtíðarbókasafni. Hvað sérðu, heyrir þú, hvaða lykt finnur þú sem myndi passa á bókasafnið þitt? Og hvert er sjötta skilningarvit bókasafnsins? Gestgjafar Pikknikksins eru ráðherrar „Ministry of Imagination“, sem búsettir eru í Rotterdam.
Pikknikkið er hluti af ráðstefunni „Placemaking Week Europe 2024“ í Rotterdam.
Frekari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is