Opið samtal

 

opið samtal

Getum við rætt hvað sem er á bókasafninu?
Með hvaða hætti fer gagnrýnin umræða fram?
Ættum við að sitja í hring frekar en við langborð?
Er stjórn umræðu alltaf nauðsynleg?   

Lýðræðisleg og gagnrýnin umræða getur verið snúin. Opið samtal er vettvangur fyrir heiðarleg og opin samskipti. Hér könnum við ólík samræðuform og í sameiningu lærum við nýjar leiðir til að ræða málefni sem standa okkur nærri. Hægt er að stinga upp á nýjum umræðuefnum.

 

Í átt að sjálfbæru samfélagsrými

Við vinnum að því að skapa andrúmsloft á bókasafninu það sem fólki líður vel í, þar sem öllum er sýnd virðing og tillitsemi í orðum og atferli. Sérstaklega er litið til þess að þátttakendur hafa ólíkar félagslegrar stöður og mismunandi forréttindi sem hafa áhrif á samtölin. Opið samtal krefst þess að við spyrjum okkur: Hvaða raddir heyrum við oftar en aðrar? Þegar rætt er um minnihlutahópa, er einhver sem tilheyrir þeim hópi þátttakandi í samtalinu? 

 

 

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is