Opið samtal

Ert þú með umfjöllunarefni sem þú brennur fyrir?
Langar þig að ræða við fólk sem er með sérþekkingu og áhrif? 
Sendu okkur þína hugmynd: dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Hvað er Opið Samtal?

Opið samtal á Borgarbókasafninu er hlutlaus vettvangur þar sem bilið er brúað á milli einstaklinga, samtaka og stofnana. Í Opnu samtali er markmiðið að ræða saman brennandi málefni á jafningjagrundvelli, með það að markmiði að finna svörin saman, koma málum í farveg og að ólík sjónarmið fái að heyrast.

Öllum er frjálst að senda inn tillögu að umfjöllunarefni. Við köllum til rétta fólkið svo úr verður heiðarlegt samtal, sem ekki næst í gegnum einangraðar samskiptaleiðir.

Á Opnu samtali tökumst við á við áskoranir í sameiningu. Samtalið er opið öllum sem hafa áhuga.

Í Opnu samtali höfum við rætt allt milli himins og jarðar, ss. borgaralaun, fátækt, aðgengi að háskólanámi og áskoranir innflytjenda. Kynnið ykkur umfjöllunarefnin hér til hliðar.

 

Í átt að sjálfbæru samfélagsrými

Lýðræðisleg og gagnrýnin umræða getur verið snúin. Við vinnum að því að skapa andrúmsloft á bókasafninu það sem fólki líður vel í, þar sem öllum er sýnd virðing og tillitsemi í orðum og atferli. Sérstaklega er litið til þess að þátttakendur hafa ólíkar félagslegrar stöður og mismunandi forréttindi sem hafa áhrif á samtölin. Opið samtal krefst þess að við spyrjum okkur: Hvaða raddir heyrum við oftar en aðrar? Þegar rætt er um minnihlutahópa, er einhver sem tilheyrir þeim hópi þátttakandi í samtalinu? 

Frekari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is