Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
-
Sýningar

Sýning | Krummi

Miðvikudagur 22. janúar 2025 - Fimmtudagur 20. febrúar 2025

Staðsetning: 2. hæð, Hringurinn

Kveikjan að sýningunni, Krummi, var listamannadvöl listamannsins Mikkel Odu á Stöðvarfirði. Sýningin samanstendur af röð vatnslitaverka þar sem fylgst er með ferðalögum hrafns sem ber nafnið Krummi.

Í upphafi sjáum við Krumma fara um dimman fjörð á litlum báti og verðum vitni að því þegar hann ákveður að stíga út úr bátnum og feta leið sína upp í fjöllin í leit að sjálfum sér. Í gegnum málverkin fáum við innsýn inn í tilfinningalíf Krumma. Hvert verk lýsir hans andlega ferðalagi og áskorunum, allt frá dýpsta botni til nýs upphafs og bjartari framtíðar.

Mikkel Odu er hreyfihönnuður og teiknari. Frá unga aldri hefur hann haft áhuga á listformi hreyfimynda sem leiddi hann í nám á því sviði. Hann útskrifaðist með mastersgráðu í myndlist með áherslu á hreyfimyndir (e.animation) í Tékklandi. Listamaðurinn vinnur með 2D hreyfimyndir þar sem hann sameinar hefðbundna listmálun með tölvutækni. Stuttmyndir hans hafa ferðast víða um heiminn á hinar ýmsu kvikmyndahátíðir. Þegar Mikkel fann sitt nýja heimili á Íslandi, urðu teikningar og málverk, auk hreyfimynda, að hans helstu leiðum til listrænnar tjáningar. Hans áhersla liggur í að segja sögur sem haldast í hendur með náttúrulegum þáttum.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100

Merki