Heimspekisamtal

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Tungumál
Íslenska
Spjall og umræður

Heimspekisamtal | Tækni og samfélagið

Föstudagur 15. nóvember 2024

Hvað í lífi okkar hefur ekki verið tæknivætt með einum eða öðrum hætti? Að hvaða leiti hefur tæknin haft áhrif samfélagið sem við búum í og tengsl okkar á milli? 

Öll velkomin, þátttaka ókeypis 

Viðburður á Facebook 

Heimspekisamtal er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og nemenda heimspekinámskeiðsins "Stjórnmál og samfélag" við HÍ þar sem þau undirbúa Opið samtal um formleg réttlætiskerfi og vald, og svo kapítalisma og gildi þess sem er ómælanlegt í okkar samfélagi eins og náttúrulegt umhverfi og tengsl. 

Fjögur samtöl fara fram í nóvember í Grófinni og eru þau opin öllum áhugasömum:  

Miðvikudag 06.11.2024 - Slaufun og réttlæti   
Föstudag 08.11.2024 - Borgaraleg óhlýðni  
Miðvikudag 13.11.2024 - Náttúran og samfélag  
Föstudag 15.11.2024 - Tækni og samfélag   

Opið samtal á Borgarbókasafninu er umræðuvettvangur þar sem við ræðum saman brennandi málefni á jafningjagrundvelli, með það að markmiði að finna svörin saman, koma málum í farveg og að ólík sjónarmið fái að heyrast.  

Frekari upplýsingar veitir:  
Dögg Sigmarsdóttir  
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka  
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is