
Um þennan viðburð
Myndasöguklúbburinn
Hvort sem þú hefur áhuga á að skapa þínar eigin myndasögur eða finnst bara gaman að lesa þær er pláss fyrir þig í myndasöguklúbbnum.
Myndasöguklúbburinn er lifandi og teygjanlegur klúbbur sem býður uppá möguleika á því að læra um myndasöguformið, kynnast nýjum myndasögum, læra/verða betri í að skapa þær, eða bara sitja úti í horni með nefið ofan í bók!
Leiðbeinandi er Védís Huldudóttir, teiknari og myndasögufræðingur.
Klúbburinn hittist í lesherberginu Friður á annarri hæð. Þátttaka er ókeypis og það er öllum frjálst að mæta, en áhugasöm eru beðin um að skrá sig í gegnum skráningarformið. Forráðamenn verða settir á póstlista og fá áminningar og aðrar tilkynningar um starfið í gegnum hann.
Við hittumst sex sinnum á önninni:
12. sept., 26. sept., 10. okt., 24. okt., 7. nóv., og 21. nóv.
Nánari upplýsingar veitir:
Védís Huldudóttir, sérfræðingur
vedis.huldudottir@reykjavik.is | ✆ 411-6237