Föndursmiðja | Fjölskyldan okkar á veggspjaldi
Notaleg samverustund barna og foreldra sem hanna saman veggspjald með orði sem er mikilvægt fyrir fjölskylduna, t.d. vinátta, hlýja eða samvinna. Fjölskyldur spjalla um sameiginleg gildi sín og myndskreyta þau til að fullkomna fjölskylduveggspjaldið sitt. Lokaútkoman verður veggspjald í góðum gæðum sem verður ljúf minning og tákn um samstarf okkar.
Þátttakendur á öllum aldri velkomnir. Við tölum íslensku, ensku, frönsku, pólsku, spænsku, þýsku, rúmensku og smá japönsku en finnum alltaf leiðir til að eiga samskipti og hafa gaman á öllum tungumálum. Þátttaka er ókeypis og allt efni á staðnum.
Otilia Martin Gonzalez, leiðbeinandinn okkar, er spænskur listamaður og hönnuður, fædd í Þýskalandi og búsett í Reykjavík. Hún er menntuð í sjónrænum samskiptum og hefur mikinn áhuga á táknfræði. List Otilia hefur þróast í kringum ómeðvitaðan huga og myndrænt táknmál hans sem leið til leikandi sjálfsþekkingar og forvitnilegrar könnunar.
Á Kakó Lingua viðburðum er lögð áhersla á fjölmenningarlegar samverustundir þvert á kynslóðir. Með því að nota sjónræna samsköpun og mismunandi tungumál í vinalegu og hvetjandi umhverfi, nýtum við færni hvers annars og tengjumst með því að hafa samskipti umfram tungumálið. Viðburðirnir fara fram á Borgarbókasafninu Kringlunni, þátttaka er ókeypis og allt efni á staðnum. Síðast, en ekki alls ekki síst, það er alltaf heitt kakó á boðstólnum og notaleg tónlist á fóninum.
Frekari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is