Reykjavík Fringe Festival
Reykjavík Fringe Festival

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Reykjavík Fringe

Mánudagur 26. júní 2023 - Sunnudagur 2. júlí 2023

RVK Fringe er jaðarlistarhátíð sem hefur verið haldin árlega frá 2018. Hátíðin fer fram á mörgum sýningarstöðum í miðborg Reykjavíkur og fagnar fjölbreyttri list, t.d. leiklist, tónlist, sirkús og dansi, en einnig óvenjulegri og jaðarsettari listformum svo sem uppistandi, gjörningum, götulist og tölvuleikjum. Áhorfendur á öllum aldri geta fundið einhverja afþreyingu við hæfi og listamenn fá tækifæri til að mynda tengslanet gegnum ýmis námskeið, fyrirlestra og viðburði.

Á Borgarbókasafninu í Grófinni verður sýning auk þess sem haldinn verður viðburður á safninu síðustu helgi hátíðarinnar.

Verið velkomin á opnun sýningarinnar mánudaginn 26. júní kl. 16-17.

 

https://rvkfringe.is/ 

Merki