Liðnir viðburðir
Tilbúningur | Stimplagerð
Miðvikudagur 7. júní 2023
Við skerum út stimpla úr strokleðrum!
Viltu gera Ex Libris stimpil? Skera út nafnið þitt svo þú sért enga stund að merkja verkefnin þín? Gera hinn fullkomna kúludagbókar-tékklista? Stimplagerð er skemmtileg og aðgengileg fyrir fólk á öllum aldri! Áhöld og efniviður verða á staðnum.
Nánari upplýsingar veitir:
Védís Huldudóttir, sérfræðingur
vedis.huldudottir@reykjavik.is | ✆ 411-6237