Borðspil
Borðspil

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Púsl- og borðspilamarkaður

Mánudagur 15. maí 2023 - Fimmtudagur 8. júní 2023

Það getur verið gott að grípa í spil eða púsluspil á milli sólbaða, gönguferða og grillstunda á sumrin. Og svo ekki sé nú talað um þá örfáu daga sem rignir. Nú gefst tækifæri til að tína út þau spil sem hafa safnað ryki undanfarin ár og fjölskyldan búin að leggja eða spila mörgum sinnum og koma með þau á púsl- og borðspilamarkað Borgarbókasafnsins Sólheimum dagana 15. maí til 8. júní og næla sér í „splúnkuný“ í staðinn.

Púsl- og borðspilaskiptimarkaðurinn er hluti af markaðsröð í Borgarbókasafninu Sólheimum en það fagnar tvöföldu afmæli í ár. Annars vegar er útibú III, forveri Sólheimasafns 75 ára og hins vegar er Sólheimasafn sjálft 60 ára, en það opnaði í núverandi húsnæði  4. janúar 1963. Nýtni og græn gildi hafa ávallt einkennt starfsemi Sólheimasafns og svo verður einnig í ár. Boðið verður upp á fjölbreytta skiptimarkaði allt árið þar sem endurnýting og hringrásarhugsun verða í brennidepli.  

Öll velkomin

Nánari upplýsingar:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is
s. 69152946