
Um þennan viðburð
Naglinn | Aukasýning
Listaverkið „Bláir skuggar“ eftir Auði Ingu Ingvarsdóttur verður til sýnis á Naglanum í Borgarbókasafninu Sólheimum í desember. Um er að ræða aukasýningu vegna mikils áhuga á fyrri sýningu listamannsins og komandi hátíðarhalda. Þetta er jafnframt fyrsta frumsýning verks sem á sér stað á Naglanum.
Naglinn er heitið á sýningaröð á Borgarbókasafninu Sólheimum og er þessi einstaka sýning númer sjö og hálft í röðinni. Verkið er hægt að kaupa eða leigja. Ólíkt fyrri sýningum Naglans er verkið fengið beint frá listamanninum, frekar en frá Artótekinu í Borgarbókasafninu Grófinni.
Auður Inga Ingvarsdóttir er fjölhæfur listamaður með B.A. gráðu í keramik hönnun frá Glasgow School of Art í Skotlandi. Við hvetjum fólk til þess að fylgja Ingu á samfélagsmiðlum þar sem hægt er að fylgjast með öllu því fallega sem hún býr til:
https://www.instagram.com/a.inga.paintings
https://www.instagram.com/auduringaceramics
https://www.facebook.com/auduringa.keramik
Verkið er hægt að leigja á 4.000 kr. á mánuði eða kaupa á 110.000 kr.
Frekari upplýsingar veita:
Magnús Örn Thorlacius
magnus.orn.thorlacius@reykjavik.is | s. 411 6160
Hólmfríður Gunnlaugsdóttir
holmfridur.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | s. 411 6112