Minecraft smiðja
Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.
Staðsetning viðburðar: OKið, á efri hæð.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 15 (Skráning er fullbókuð, skráið ykkur hér á biðlista: vignir.arnason@reykjavik.is)
Aldur: Fyrir 8-12 ára.
Ertu Minecraft-snillingur eða varstu rétt að byrja? Það skiptir ekki máli því við ætlum að halda smiðju til að læra meira á forritið. Minecraft er skemmtileg leið fyrir börn og unglinga til að skapa nýja heima í tölvunni og vinna saman. Minecraft virkar nokkurn veginn eins og legokubbar nema hvað möguleikarnir eru endalausir!
Við fáum sérfræðinga frá Skemu í HR til að kenna smiðjuna og tölvur verða í boði fyrir þátttakendur. Höfum gaman saman og lærum eitthvað nýtt í leiðinni. Smiðjan er haldin í tvö skipti, þátttakendur mega mæta báða dagana en þurfa þá að skrá sig tvisvar.
Nánari upplýsingar veitir:
Vignir Árnason, bókavörður