
Um þennan viðburð
Netviðburður | Barnabókaupplestur
Sannkölluð aðventustemning! Við vonum að fjölskyldur taki sér tíma til notalegrar samveru til að hlusta á brot úr nýútkomnum bókum þeirra Árna Árnasonar og Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur.
Bergrún Íris Sævarsdóttir rit- og myndhöfundur les upp úr bók sinni Bræðurnir breyta jólunum.
Árni Árnason rithöfundur les upp úr bók sinni Háspenna, lífshætta á Spáni.
Bókaupplesturinn birtist á Facebooksíðu Borgarbókasafnsins þann 13. desember og við hvetjum sem flesta að njóta með okkur þá, en viðburðurinn er aðgengilegur frá heimasíðu Borgarbókasafnsins til 31. desember.
www.facebook.com/Borgarbokasafnid/live
Góða skemmtun!
Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411 6100