
Um þennan viðburð
Persónusköpunarsmiðja með Bergrúnu Írisi
Hvernig varð Lína Langsokkur eiginlega til? Hvað með Hundmann, Kidda Klaufa og allar hinar persónurnar sem við þekkjum úr bókum? Í smiðjunni kafar barnabókahöfundurinn Bergrún Íris í persónusköpunum og kennir þátttakendum að skapa sínar eigin sögupersónur, bæði í orðum og myndum. Um er að ræða fjölskyldusmiðju þar sem fullorðin eru hvött til þess að mæta með börnum á öllum aldri og eiga saman skemmtilega stund.
Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir er fædd árið 1985 og býr í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Bergrún útskrifaðist með BA gráðu í listfræði úr Háskóla Íslands 2009, lauk diplómanámi í teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík vorið 2012 og sótti sumarskóla í barnabókagerð í Anglia Rushkin, Cambridge School of Art. Bergrún Íris hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka, Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur og Vest-Norrænu barnabókaverðlaunin.
Smiðjan er í tengslum við sýningu Bergrúnar, Skissur verða að bók..um!.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, verkefnastjóri
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6145