
Um þennan viðburð
Tilbúningur | Origami-gjafaöskjur
Langar þig að eiga notalega stund þar sem sköpunarkrafturinn fær að njóta sín í góðum félagsskap?
Þennan annan* fimmtudag í maí ætlum við að búa til pappírsgjafaöskjur með japanskri pappírsbrotsaðferð sem kallast origami. Boðið verður upp á origami pappír en einnig verður hægt að skera til venjulegan pappír sem hægt að skreyta með eigin teikningum. Auk þess verður hægt að nota síður úr gömlum bókum.
*Tilbúningur er viðburðaröð sem fer almennt fram fyrsta fimmtudag hvers mánaðar í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal frá kl. 15:30-17:30.
Eigum saman notalega stund, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinendur koma með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoða við tilbúninginn..
Viðburðirnir henta skapandi fólk á öllum aldri. Börn yngri en 8 ára komi í fylgd með forráðamanni.
Kostar ekkert og engin skráning.
Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir | Viðburðir
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is