Hönnunarmars 2024 | Skýjaborgir

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
5-10 ára
Tungumál
íslenska og enska
Börn
Föndur

HönnunarMars | Skýjaborgir með ÞYKJÓ

Laugardagur 5. apríl 2025

Tilraunastofa ímyndunaraflsins á Hönnunarmars.

ÞYKJÓ og Borgarbókasafnið bjóða þér á flug með sér!

Í þessari skapandi smiðju skoðum við og prófum ýmsar frumgerðir sem hönnunarteymið ÞYKJÓ hefur hannað fyrir barnahæðina í framtíðarbókasafninu við Tryggvagötu. Undir leiðsögn hönnunarteymisins gefum við svo ímyndunaraflinu lausan tauminn og búum til okkar eigin skýjaborgir.

Viðburðurinn er ókeypis, engin skráning. 

Nánar um Tilraunastofu ímyndunaraflsins
Vefsíða Hönnunarmars 2025.

Tilraunastofa ímyndunaraflsins er staðsett í Tryggvagötu 15, í húsnæðinu sem í augnablikinu stendur autt, en er tengt við Grófarhús. Þetta húsnæði verður hluti af nýju og umbreyttu bókasafni. 

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri nýsköpunar
gudrun.lilja.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | 411 6114