Jon Fosse hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum
Norski rithöfundurinn og leikskáldið Jon Fosse hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2023. Sex verka hans hafa komið út í íslenskri þýðingu: Fimm bækur í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar, sem bókaforlagið Dimma sem gefur út, og leikritið Þannig var það: eintal í þýðingu Kristrúnar Guðmundsdóttur, í útgáfu Espólín forlags.
Öll verkin eru aðgengileg á Borgarbókasafninu og bendum við áhugasömum lesendum á að hægt er að panta bækur á heimasíðunni.
Á vefsíðu Nóbelsverðlaunanna segir: Höfundarverk hans er gríðarstórt, skrifað á nýnorsku og spannar margvíslegar tegundir samanstendur af fjölda leikrita, skáldsögum, ljóðasöfnum, ritgerðum, barnabókum og þýðingum. Þrátt fyrir að hann sé í dag hvað þekktastur fyrir leikritaskrif, hefur hann einnig getið sér gott orð fyrir prósa sinn.