Han Kang hlýtur Bókmenntaverðlaun Nóbels

Han Kang hlýtur Bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2024.

Han Kang er suðurkóreskur rithöfundur. Hún vakti mikla athygli á alþjóðavísu með skáldsögunni Grænmetisætan (2007), sem hlaut Alþjóðlegu Booker-verðlaunin árið 2016. Bókin, sem fjallar um konu sem ákveður að hætta að borða kjöt, er táknræn rannsókn á áhrifum átaka og þrá eftir frelsi. Aðrar bækur Han Kang, eins og Human Acts og The White Book, kafa einnig djúpt í mannlífið og sorgina, og hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir bókmenntir sínar og einstaka nálgun á flóknum tilfinningum og sársaukafullum reynslum.

Von er á nýrri bók frá Han Kang í upphafi árs 2025; skáldsögunni We Do Not Part.

 

Nokkrar staðreyndir um Nóbelsverðlaunin:

Bókmenntaverðlaun Nóbels hafa verið veitt 116 sinnum síðan 1901. 120 aðilar hafa fengið verðlaunin. Fjórum sinnum hafa tveir fengið þau samtímis. Elsta manneskjan sem hlotið hefur verðlaunin er Doris Lessing, sem var 87 ára. 

Tilnefningum er haldið leyndum í 50 ár.

 

Þau sem hafa rétt á að tilnefna höfunda til Nóbelsverðlaunanna eru:

- Meðlimir sænsku akademíunnar og annarra akademía, stofnana og félaga sem eru sambærileg að uppbyggingu og tilgangi;
- Prófessorar í bókmenntum og málvísindum við háskóla og háskólastofnanir;
- Handhafar fyrri Nóbelsverðlauna í bókmenntum;
- Forsetar þeirra höfunda- og rithöfundafélaga sem standa fyrir bókmenntasköpun í hverju landi fyrir sig.

Nóbelsverðlaunahafar á Rafbókasafninu

Rafbókasafnið hefur tekið saman bækur eftir handhafa bókmenntaverðlauna Nóbels. Þar má finna gott úrval titla, bæði í rafbóka- og hljóðbókaformi. Skoðið listann hér.

Flokkur
UppfærtFimmtudagur, 10. október, 2024 12:38
Materials