Gleðin í því smáa | Arfur

engin veit
hvað aðrir hafa átt
fyrr en að flokkun liðinni

blaðaúrklippur
lykt af mannsævi
og stöku bréf

þetta er nákvæmnisverk
fyrir mjúka fingur
og langa þögn


Brynjar Jóhannesson 

Næst: Höfuðáttirnar