Fantasíuklúbbur
Klúbbur fyrir fantasíuaðdáendur 14-99 ára.
Í klúbbnum ætlum við að eiga notalega stund og spjalla um allt sem viðkemur fantasíum, svo sem bókum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Við hittumst á Borgarbókasafninu Grófinni, 5. hæð annan hvern þriðjudag kl. 16:00-18:00
Dagsetningar: 3. sept., 17. sept., 1. okt., 15. okt., 29. okt., 12. nóv. og 26. nóv.
Klúbburinn er ætlaður þeim sem eru nýlega farin að hafa áhuga á fantasíum og þeim sem eru lengra komin í fantasíuheiminum. Aðalatriðið er að hitta önnur sem hafa brennandi áhuga á öllu sem tengist fantasíum.
Á fyrsta hittingnum ætlum við að ræða hvað við viljum taka fyrir í klúbbnum.
Öll velkomin í þennan glænýja fantasíuklúbb á safninu!
Klúbbstjóri er Sigurrós Sóley Jónsdóttir.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigurrós Sóley Jónsdóttir , Bókavörður
sigurros.soley.jonsdottir@reykjavik.is | 411 6100