Information about the event

Time
10:00 - 17:00
Price
Free
Language
Mörg tungumál
Talks & discussions

Framtíðarfestival

Saturday January 25th 2025

Hefur þú áhyggjur af þróun mála? Tengslarof, ójöfnuður, vistkreppa - hvernig getum við komið í veg fyrir að vandamálin fylgi okkur inn í framtíðina? Á nýju ári virkjum við ímyndunaraflið, dýfum við okkur í framtíðarpælingar og mátum okkur inn í framtíðarsýnir heimspekinga, listafólks, aktívista og hugsjónafólks á öllum aldri. Þátttakendum býðst að taka þátt í djúpum samræðum, leikandi atriðum og smiðjum þar sem unnið er með höndunum í að byggja nýjar framtíðarsýnir. Hér gefst tækifæri til að losa okkur úr fötrum hversdagsleikans og þróa fjölbreyttar framtíðir.

DAGSKRÁ

Vinnustofur og spjallhringir

11:00-12:30 
1. hæð, Torgið | Framtíð fyrir öll - háð hverju?
2. hæð | Framtíðartákn - Samskapað textílverk
5. hæð | Æ - Sæt borg
5. hæð | Forverar framtíðar

13:30-15:00 
1. hæð Torgið | Sólarpönk - Framtíðarsýn Norðurlanda
2. hæð | Blómaland framtíðar
2. hæð | Samfélagshúsið - Byggðu heimili framtíðar
5. hæð | Gervisiðferði – hver mun eiga gildin okkar?
5. hæð | Sögur í bolla

15:30-17:00
1. hæð, Torgið | Framtíðarlöggæsla: Öryggi án þvingunar?
2. hæð | Þegar okkur dreymir morgundaginn
5. hæð | Heilandi heimur

17:00-19:00
6. hæð - Nýlendulaus næring (fullbókað - skráningu lokið)

Framtíðarstöðvar 

10:00-17:00  
1. hæð | Bókatorg | Nesti framtíðarinnar  
1. hæð | Bókatorg | Framtíðarstjórnarskrá  
1. hæð | Bókatorg | Smátímarit Framtíðarfestivalsins 
5. hæð | Verkstæðið | Siðferðisáttaviti gervigreindar   

12:30-15:30 
1.hæð | Bókatorg | Framtíðarmatur 

13:00-17:00 
6. hæð | Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Samband barna og dýra

Öll velkomin, þátttaka ókeypis. 

Viðburðurinn á Facebook

Frekari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is