Er kominn tími til að hægja á tempóinu? | Bókalisti

Mörgum finnst góð slökun fólgin í því að lesa bækur, prjóna, hekla og hlusta á hljóðbækur, hlaðvörp eða tónlist. Og snilldin felst í því að hægt er að sameina þessi áhugamál; vinna í höndunum, hlusta á áhugavert efni og finna um leið hvernig hugurinn róast og streitan líður hjá.

Fyrir þau sem eru að leita að innblæstri í næstu handavinnuverkefni er tilvalið að kíkja í bækur og tímarit á safninu eða heimasíðunni okkar. Langar Harry Potter aðdáandanum í fjölskyldunni kannski í hlýja vettlinga með galdrastöfum eða langan röndóttan trefil eins og krakkarnir í Hogwarts skólanum bera?

Gott er að kíkja á safnið, setjast niður í handavinnuhorninu og velja sér nokkrar góðar bækur til að taka með heim til nánari skoðunar. Fyrir þá sem hafa góðan tíma og vilja hitta aðra ástríðufulla prjónara eða heklara er um að gera að kíkja í prjónaklúbbinn í Spönginni sem er í boði alla fimmtudaga.

Langi þig að stofna þinn eigin handavinnuklúbb á uppáhalds bókasafninu þínu erum við boðin og búin til að aðstoða þig við að setja hann á laggirnar. Kíktu á staðinn eða sendu okkur línu á borgarbokasafn@borgarbokasafn.is og við aðstoðum þig við að stofna draumaklúbbinn þinn.

Materials