Prjónakaffi

Ertu með eitthvað á prjónunum?

Gestir geta bókað að þegar hlátrasköllin glymja og þjóðfélagsmál jafnt sem dægurmál eru brotin til mergjar þá er prjónaklúbbur á svæðinu.

Njóttu þess að prjóna í góðum félagsskap!

  • Menningarhúsið Spönginni alla fimmtudaga kl. 13.30 - 15.30 
  • Menningarhúsið Árbæ alla mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 13.00 -15.00 - Hóparnir í Árbæ eru fullsetnir eins og er.
     

Við eigum líka mikið úrval af alls kyns bókum og tímaritum um handavinnu sem hægt er að sækja innblástur í og grípa með sér heim.

Og svo er auðvitað alltaf heitt á könnunni...

Nánari upplýsingar eru veittar á staðnum eða:

-  í tölvupósti, spongin@borgarbokasafn.is / arbaer@borgarbokasafn.is
-  í síma 411 6230 / 411 6250