Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Velkomin

FRESTAÐ Söguhringur kvenna | Paradísarfuglar / Birds of Paradise

Sunnudagur 19. apríl 2020

Vinsamlegast athugið að þessum viðburði hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Í listsmiðjunni Paradísarfuglar er notast við tónlist og fjölbreytta myndlistartækni sem að stuðla að núvitund.
Hvernig tökumst við á við áskoranir í lífinu? Hvernig öðlumst við hugarró? Hér gefst tækifæri til að hverfa frá amstri og áhyggjum, finna innri ró og gleði í afslöppuðu umhverfi og góðum félagsskap.

Í listsmiðjunni eru þróaðar myndir og verk í sameiningu út frá hugmyndum tengdum fuglum, en þeir eru oft tákn um frelsi og frið. Helen Whitaker, tónlistarkona og sálgreinir, og Lilianne van Vorstenbosch, sálfræðingur og myndlistarkennari, leiða konur í sköpun sameiginlegs listaverks í rólegu og kærleiksríku umhverfi

Söguhringur kvenna býður öllum konum að taka þátt í sköpunarferlinu. 
Listsmiðjan fer fram á eftirfarandi sunnudögum: 19. janúar, 16. febrúar, 15. mars, 19. apríl, 17. maí 2020, kl. 13.30 – 17.00
Aðgangseyrir er enginn. 

Viðburðurinn á Facebook.

Um Söguhring kvenna
Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur þvert á samfélagið til að hittast og tengjast í gegnum samveru og listræna tjáningu. Jafnframt er boðið upp á hagnýta fræðslu um menninguna og samfélagið sem við búum í. Öllum konum er velkomið að taka þátt hvenær sem er.

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá Söguhrings kvenna vetur/vor 2020 er styrkt af Félagsmálaráðuneytinu.

Frekari upplýsingar um Söguhringinn er að finna á vef Borgarbókasafnsins og á Facebook.

Nánari upplýsingar:
Shelagh Smith, varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna
shelagh@simnet.is | s. 696 3041
Dögg Sigmarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafninu
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is | s. 411 6122