bestiary workshop

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 16:00
Verð
Frítt
Ungmenni

Sumarsmiðjur 13-16 ára | Bestiary myndlistarsmiðja

Laugardagur 14. ágúst 2021

Skráning er á þennan viðburð og er sóttvarreglum fylgt í hvívetna.

Staðsetning: Torgið Borgarbókasafn Grófinni.

Hvenær: 14. Águst kl. 13.00 – 16:00

Fjöldi: 15 (SKRÁNING HEFST 5. MAÍ)

 

Hönnuðurinn og myndlistarkonan Otilia Martin leiðir smiðju fyrir ungt listafólk í smiðju sinni, Bestiary. Smiðjan snýr að sköpun furðuvera þar sem Otilia Martin leiðir þáttakendur í leitun að sínum innri furðudýragarði.

Furðudýragarðurinn sækir innblástur sinn þvert á miðla, í kortlagningafræði og nútímamenningu, og mun hver og einn þátttakandi ráða tilfinningu og formi síns dýragarðs og alls sem í honum býr, bæði myndrænt sem og tilfinninga- og upplifunarlega.

Tilgangur smiðjunnar er að gefa ungum listamönnum færi á að þróa með sér skilning á sjónrænum hugrenningartengslum milli hugmynda og ritaðs máls og auka með því sköpunargleði, ásamt því að gera ímyndunaraflinu frjálsan tauminn.

 

Smiðjan er ætluð ungi fólki á milli 13-16 ára, og verður kennd á ensku.

Viðburðurinn á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:

ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is