Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Ungmenni

Sumarsmiðja 13-16 ára | Rafmögnuð tónlistarsmiðja

Mánudagur 6. júlí 2020 - Föstudagur 10. júlí 2020

**Fullbókað er í smiðjuna en þið getið skráð ykkur á biðlista með því að senda tölvupóst til Guðrúnar Baldvinsdóttur, gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is

Fimm daga smiðja þar sem þátttakendur læra að búa til tónlist með tölvu og fleiri rafhljóðfærum. Við kynnumst tónlistarforritinu Ableton Live og sköpunarmöguleikunum sem í því leynast. Við kynnumst líka hljóðgervlum (synthum) og tækninni að baki þeim, auk þess sem við lærum að taka upp hljóð úr umhverfi okkar sem við notum til þess að skapa hljóðheim. Við lærum að búa til takta, laglínu og vinna með sömpl.

Við hleypum sköpunarkraftinum lausum og í lok smiðjunnar verða þátttakendur búnir að semja sitt eigið lag eða hljóðverk.

Hentar vel fyrir byrjendur (lengra komin eru líka velkomin).

Leiðbeinandi er Auður Viðarsdóttir.

Námskeiðið fer fram dagana 6.-10. júlí milli kl. 10-12 í OKinu í Gerðubergi. Smiðjan er ókeypis en skráning er nauðsynleg hér fyrir neðan þar sem takmörkuð pláss eru í boði. 

Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreyttar sumarsmiðjur fyrir börn og ungmenni í sumar, sjá nánar hér.