Harry Potter klúbbur Borgarbókasafnið Gerðuberg Kringlan
Harry Potter klúbbur fyrir 13-16 ára

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Unglingar
Ungmenni

Klúbbur I Fyrir Harry Potter aðdáendur 13-16 ára

Fimmtudagur 28. október 2021

Klúbburinn er ætlaður krökkum á aldrinum 13-16 ára sem hafa brennandi áhuga á Harry Potter.

Í klúbbnum koma aðdáendur Harry Potters saman til að spila, spjalla, teikna, horfa eða bara allt það sem klúbbmeðlimum dettur í hug að gera sem tengist Harry Potter. Einnig verður boðið upp á skemmtilegar smiðjur, s.s. með Quidditch kennslu, tálgun töfrasprota, búningagerð o.fl. 

Klúbburinn er á hverjum fimmtudegi kl. 16.30-18.00 í Gerðubergi í Okinu.

Leiðbeinendurnir eru mestu Harry Potter aðdáendur safnsins og tökum við vel á móti öllum krökkum.

Það er auðvitað ekkert þátttökugjald en skráning er nauðsynleg. 

Vinsamlegast skráið ykkur hjá:
Lilja Rut Jónsdóttir  Deildarfulltrúi

lilja.rut.jonsdottir@reykjavik.is

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.