love speech logo on colourful background

Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 18:00
Verð
Frítt
Tungumál
Enska og Íslenska
Tungumál

Orðasmiðja | Ástly

Miðvikudagur 18. september 2024

Ástly er tilbúið orð, samsett úr íslenska orðinu ást og enska orðinu lovely.

"Okkur langar að bjóða fólkinu í samfélaginu, af hvaða uppruna og með hvaða móðurmál sem er, að koma saman til að deila og ræða sín ástsælustu orð sem snúa að tungumáli umhyggju og kærleika. Í ferlinu munum við ræða, afbyggja og sjóða saman atkvæði, bókstafi og hljóð til að búa til ný orð sem bætast við íslenska tungu. Útkoma vinnustofunnar gæti litið út eins og karfa af nýsköpuðum orðum sem færa lit, gleði og gefa okkur eignarhald á tungumálunum sem við tölum í samfélögum okkar."

Jordic Mist og Chanel Björk stýra orðasmiðjunni og eiga jafnframt hugmyndina að verkefninu.

Vinnustofan er ókeypis, opin öllum aldurshópum og er hluti af verkefninu Kærleiksorðræða sem leitt er af Borgarbókasafni Reykjavíkur með styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála.

Kærleiksorðræða er verkefni sem leggur áherslu á upplifun, tilfinningalæsi og eignarhald á tungumálinu. Öll þau sem koma að verkefninu eru hvött til að búa til ný íslensk orð. Eins og titill verkefnisins ber með sér er lögð áhersla á leik að orðum. Öllum nýju orðunum er safnað saman í nýstárlega orðabók sem er geymd á Borgarbókasafninu. Auk þess sköpum við vettvang til að ræða það sem er okkur kært – upplifun okkar af samskiptum.

Viðburðurinn á Facebook

Frekari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is