Tónskóli Hörpunnar

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 17:45
Verð
Frítt
Tónlist

Tónleikar | Tónskóli Hörpunnar

Fimmtudagur 16. maí 2024

Tónskóli Hörpunnar í Spönginni í Grafarvogi á 25 ára starfsafmæli í ár!

Því er fagnað á ýmsa lund, m.a. með því að bjóða borgarbúum á stutta tónleika á Borgarbókasafninu í Spönginni. 

Efnisskráin samanstendur af lögum úr ýmsum áttum en þungamiðja er samspil, bæði nemenda og í einhverjum tilfellum kennara.

Tónleikarnir taka um 45 mín en að þeim loknum býður starfsfólk skólans öllum upp á efri hæðina í húsnæði skólans til að þiggja laufléttar veitingar.

Verið velkomin í fögnuðinn!