Jólatónleikar Skólahljómsveitar Grafarvogs
Jólatónleikar Skólahljómsveitar Grafarvogs

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Tungumál
-
Tónlist

Tónleikar | Skólahljómsveit Grafarvogs

Mánudagur 16. desember 2024 - Þriðjudagur 17. desember 2024

Skólahljómsveit Grafarvogs starfrækir hljóðfærakennslu í öllum grunnskólum Grafarvogs, Grafarholts og Úlfarsárdals og um 120 nemendur stunda þar nám.

Kennt er á flestöll blásturshljóðfæri, rafbassa og slagverk. Nemendur æfa líka allir í hljómsveitum en fjórar slíkar eru starfræktar við skólahljómsveitina.

A2-, B- og C-sveitirnar koma til með að leika fyrir gesti Borgarbókasafnsins í Spönginni síðdegis 16. og 17. desember næstkomandi.

 

Mánudagur 16. desember: 16:30-16:50

Þriðjudagur 17. desember: 16:45-17:45

Verið öll velkomin!

 

Frekari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen, sérfræðingur, s. 411 6230
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is