Tónlistarkonan Ásta
Tónlistarkonan Ásta

Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 17:00
Verð
Frítt
Tónlist

Tónleikar með Ástu

Fimmtudagur 18. júní 2020

Ásta Kristín Pjetursdóttir heldur sumartónleika á bókasafninu í Spönginni!

Plata Ástu, Sykurbað, var valin plata ársins í flokki þjóðlaga- og heimstónlistar Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020. Platan kom út í fyrra og hefur hlotið einróma lof, hana má meðal annars nálgast á Spotify.

Ásta er klassískt menntaður víóluleikari og hefur leikið m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Fílharmóníusveit Kaupmannahafnar. Síðustu ár hefur hún fært sig inn á svið dægurlagasmíðar og lenti í 3. sæti Músíktilrauna árið 2019. Hún hefur verið iðin við að koma fram og hefur heillað tónleikagesti á öllum aldri með einlægum flutningi sínum og söng.

Frístundamiðstöðin Gufunesbær og Borgarbókasafnið standa að viðburðinum.


Verið öll velkomin!

Bækur og annað efni