Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 16:00
Verð
Frítt
Tónlist

Synthabæli | Hljóðgervlamessa

Laugardagur 14. maí 2022

Alþjóðlegi hljóðgervladagurinn er haldinn ár hvert í kringum afmælisdag Roberts Moog (23. maí 1934), mannsins sem bjó til fyrsta hljóðgervilinn (synthesizer). Þessi uppfinning var svo áhrifamikil að nútímatónlist er nánast óhugsandi án aðkomu syntha!

Af þessu tilefni ætlum við að breyta fyrstu hæðinni á Borgarbókasafninu Grófinni í SYNTHABÆLI! Gestir og gangandi á öllum aldri fá að prófa og kynnast allskonar hljóðgervlum sem tónlistarfólk og annað synthaáhugafólk úr öllum áttum stillir upp hjá okkur.

Þátttakendur eru meðal annars; Steinunn Harðardóttir a.k.a. dj. flugvél og geimskip, Hljóðfærahúsið, Hákon Bragason, Hekla Magnúsdóttir, Hallmar Gauti Halldórsson, Atli Már Þorvaldsson a.k.a. Orang Volante og Intelligent Instruments Lab.

Öll velkomin að fikta og forvitnast um undraheim raftónlistarinnar!

Nánari upplýsingar:
Karl James Pestka
karl.james.pestka@reykjavik.is