Jazz í hádeginu Vorið og vonin í jazzperlum María Magnúsdóttir Borgarbókasafnið
Jazz í hádeginu María Magnúsdóttir Borgarbókasafnið Leifur Gunnarsson

Um þennan viðburð

Tími
13:15 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tónlist

Jazz í hádeginu I Vorið og vonin í jazzperlum

Laugardagur 14. mars 2020

Borgarbókasafnið Grófinni 12. mars kl. 12.15-13.00
Borgarbókasafnið Gerðubergi 13. mars kl. 12.15-13.00
Borgarbókasafnið Spönginni 14. mars kl. 13.15-14.00

Á næstu hádegis tónleikum ársins 2020 flytur söngkona María Magnúsdóttir tónlist undir yfirskriftinni „Vorið og vonin í jazzperlum” og eins og nafnið gefur til kynna er yrkisefnið vorið. Á efnisskrá er tónlist eftir mörg af þekktustu jazz- og söngleikjaskáldum samtímans.
Maríu til halds og trausts verða þeir Gunnar Hilmarsson á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa.

María Magnúsdóttir lauk Master of Popular Music með láði árið 2016. Þar lagði hún sérstaka stund á nám í tónsmíðum fyrir miðla, upptökutækni og hljóðvinnslu. Hún stundaði Bachelor nám í jazzsöng við Royal Conservatoire of The Hague í Hollandi sem hún lauk vorið 2015 með láði og hlaut útskriftarverðlaunin Fock Medaille. Í Hollandi lagði hún einnig stund á tónsmíðar og sönglagasmíðar sem aukafag við tónlistarháskólann Codarts í Rotterdam. María lauk áður burtfararprófi og kennaraprófi frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2008.
María hefur verið virk á jazz senunni í nokkur ár en hún lærði jazz söng til bakkalár í Konunglega tónlistarháskólanum í Haag, Hollandi. María Magnúsdóttir kemur reglulega fram bæði sem söngkona en einnig með sóló verkefnið sitt MIMRA. Nú síðast kom hún fram á Elbjazz Festival í Hamburg og á Jazzhátíð Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is
S: 4116114