Jazz í hádeginu Borgarbókasafnið Leifur Gunnarsson Chick Corea
Jazz í hádeginu Tríó GH Gypsy og Chick Corea

Um þennan viðburð

Tími
13:15 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tónlist

Jazz í hádeginu I Tríó GH Gypsy heiðrar Chick Corea

Laugardagur 25. mars 2023

Fimmtudaginn 23. mars kl. 12:15-13:00 Grófin
Föstudaginn 24. mars kl. 12:15-13:00 Gerðuberg
Laugardaginn 25. mars kl. 13:15-14:00 Spöngin

Hljómsveitin GH Gypsy tríó mun koma saman á Jazz í hádeginu og spila lög eftir tónlistarmanninn Chick Corea.

Hljómsveitin er skipuð þeim Gunnari Hilmarssyni og Jóhanni Guðmundssyni í gítara og Leifi Gunnarssyni á kontarabassa. Hljómsveitin hefur þá sérstöðu að vera eina starfandi hljómsveitin á landinu sem flytur "Gypsy-jazz” í hefðbundnu gítar tríó þess stíls, þe. 2 gítarar og kontarbassi. 

Félagarnir munu spila lög Chick Corea í gítarsveiflubúninginn en Chick féll frá árið 2021. Eftir hann liggur stórt safn af frábærum tónsmíðum en á tónleikunum verður stiklað á því helsta.

Chick Cor­ea átti að baki fimm ára­tuga fer­il í list­inni, en hann vakti at­hygli sem af­burðagóður pí­anó­leik­ari á sjö­unda ára­tugn­um þegar hann vann með mönn­um á borð við Stan Getz, Her­bie Mann og fleiri. Síðar gekk hann til liðs við hljóm­sveit Miles Dav­is og lék lyk­il­hlut­verk í að hjálpa trom­pet­leik­ar­an­um Dav­is í að færa sig í átt að nú­tíma­legri tónlist á plöt­um eins og Bitches Brew.

Chick Corea vann á ferli sínum til fjölda Grammy-verðlauna og spilaði með mörgum af goðsögnunum í heimi jasstónlistar.

Hann stofnaði eig­in hljóm­sveit, Ret­urn to For­ever, en í grein Roll­ing Stones er henni lýst sem bylt­ing­ar­kenndri raf­tón­list­ar­sveit sem spilaði ein­hverja líf­leg­ustu og kvik­ustu tóna síns tíma.

Tónlistarferill Corea spannaði rúma fimm áratugi, en síðasta plata hans kom út árið 2020.

Corea er á fjórða sæti á lista yfir þá sem hafa hlotið flestar tilnefningar til Grammy-verðlauna, eða alls 65 talsins. Þá vann hann til verðlaunanna í 23 skipti.

Hann tróð upp á tónleikum ásamt Gary Burton í Hörpu í Reykjavík árið 2012.

Frítt er inn á tónleikana og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Nánari upplýsingar
Leifur Gunnarsson
leifurgunnarsson@gmail.com
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is
Sími: 4116122