Jazz í hádeginu með Leifi og Birki í Borgarbókasafninu
Jazz í hádeginu með Leifi og Birki í Borgarbókasafninu

Um þennan viðburð

Tími
12:15 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tónlist

Jazz í hádeginu I Tónar og bókmenntir

Föstudagur 7. október 2022

Fim. 06.10.22 kl. 12:15-13:00 Grófin
Fös. 07.10.22 kl. 12:15-13:00 Gerðuberg
Lau. 08.10.22 kl. 13:15-14:00 Spöngin

Mörg ástsælustu lög veraldar eru ýmist innblásin af bókum eða samin við ljóð, allt frá Maístjörnunni til Eldflaugamannsins (e. Rocket man).
Við bjóðum gestum í ævintýraför um heima skáldsagna sem vörðuð verður lögum er sprottið hafa úr jarðvegi bóka.
Flytjendur eru Birkir Blær Ingólfsson á saxófón, Þórður Sigurðarson á píanó og Leifur Gunnarsson á kontrabassa.
Birkir Blær Ingólfsson leikur ekki aðeins á saxófón heldur er hann fjölhæfur listamaður og hlaut m.a. Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Stormsker – fólkið sem fangaði vindinn. 

Listræn stjórnun tónleikaraðarinnar er í höndum Leifs Gunnarssonar.
Aðgangur ókeypis.

Nánari upplýsingar veitir:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri viðburða og fræðslu
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is