Jazz í hádeginu Borgarbókasafnið Kristjana Stefánsdóttir Leifur Gunnarsson Kjartan Valdemarsson
Jazz í hádeginu með Kristjönu Stefánsdóttur

Um þennan viðburð

Tími
12:15 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Tónlist

Jazz í hádeginu I Kristjana Stefánsdóttir

Fimmtudagur 15. október 2020

Á næstu tónleikasyrpu Jazz í hádeginu kemur söngkonan Kristjana Stefánsdóttir fram ásamt Kjartani Valdemarssyni á píanó og Leifi Gunnarssyni á konrabassa og flytur nokkur af sínum uppáhalds lögum.

Borgarbókasafnið Grófinni: 15. okt kl. 12.15-13.00
Borgarbókasafnið Gerðubergi: 16. okt kl. 12.15-13.00
Borgarbókasafnið Spönginni: 17. okt kl. 13.15-14.00

Kristjana hefur víða komið við á sínum tónlistarferli, starfað sem tónskáld, tónlistarstjóri, raddþjálfari og leikkona svo fátt eitt sé nefnt.
Kristjana hlaut Grímuverðlaunin fyrir tónlist sína í söngleiknum Bláa hnettinum 2017 og sýningin Jesús litli var kosin sýning ársins 2009 en Kristjana var ein af höfundum verksins. Hún er með burtfararpróf frá Söngskóla Reykjavíkur, kennarapróf frá Konunglega listaháskólanum í Den Haag í Hollandi og hefur numið CVT söngfræði hjá Cathrine Sadoline í Kaupmannahöfn.
Kristjana er söngkennari við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands ásamt því að kenna einnig við nýju rytmísku söng- og hljóðfærakennslubraut LHÍ. Hún hefur kennt jazzsöng í tónlistarskóla FÍH/MÍT síðan 2001.

Viðburðurinn á facebook Borgarbókasafnsins

Kristjana Stefánsdóttir - söngur
Kjartan Valdemarsson - píanó
Leifur Gunnarsson - kontrabassi

Leifur Gunnarsson er listrænn stjórnandi Jazz í hádeginu.
Verið öll velkomin – við hlökkum til að sjá ykkur.
Ókeypis aðgangur.

Nánari upplýsingar:

Leifur Gunnarsson
leifurgunnarsson@gmail.com

Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is | S: 4116122