GH Gypsy tríó í streymissveiflu | Streymistónleikar á degi Jazzins 30. apríl.
GH Gypsy tríó í streymissveiflu | Streymistónleikar á degi Jazzins 30. apríl.

Um þennan viðburð

Tími
18:00 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Tónlist

GH Gypsy tríó í streymissveiflu | Streymistónleikar á degi Jazzins

Fimmtudagur 30. apríl 2020
Fimmtudaginn 30. apríl kl. 18:00-18:30, standa Borgarbókasafnið og GH Gipsy tríó fyrir streymistónleikum í tilefni af Alþjóðadegi Jazzins. GH Gypsy tríóið skipa gítarleikarinn Gunnar Hilmarsson, gítarleikarinn Jóhann Guðmundsson og kontrabassaleikarinn Leifur Gunnarsson og munu þeir flytja lög innblásin af Jazz Manouche stefnunni. Tónleikarnir birtast á Facebooksíðu Borgarbókasafnsins rétt fyrir útsendingu. Hittumst þar!
 
Borgarbókasafnið hefur síðastliðin 5 ár verið heimili tónleikaraðarinna Jazz í hádeginu og er því vel við hæfi fagna Alþjóðadegi Jazzins sem haldin er hátíðlegur um allan heim.