Samstaða og máttur

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 16:00
Verð
Frítt
Spjall og umræður
Velkomin

FRESTAÐ Söguhringur kvenna | Samstaða og máttur – Uppskeruhátíð

Sunnudagur 31. maí 2020

Söguhringur kvenna býður öllum konum að fagna með sér á uppskeruhátíð í anda samstöðu og krafts kvenna, sem drífur starfið áfram.

Viðburðurinn á Facebook.

Um Söguhring kvenna
Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur þvert á samfélagið til að hittast og tengjast í gegnum samveru og listræna tjáningu. Jafnframt er boðið upp á hagnýta fræðslu um menninguna og samfélagið sem við búum í. Öllum konum er velkomið að taka þátt hvenær sem er.

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá Söguhrings kvenna vetur/vor 2020 er styrkt af Félagsmálaráðuneytinu.

Frekari upplýsingar um Söguhringinn er að finna á vef Borgarbókasafnsins og á Facebook.

Nánari upplýsingar veita:
Shelagh Smith
Varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna
shelagh@simnet.is | s. 696 3041

Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri – Fjölmenningarmál
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is | s. 411 6122