Mynstur náttúrunnar, Fókus
Mynd: Hannes Þór Björnsson, félagsmaður í Fókus

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Sýning | Mynstur náttúrunnar

Laugardagur 4. mars 2023 - Föstudagur 14. apríl 2023

Félagsmenn í Fókus héldu út í náttúruna og leituðu uppi alls kyns mynstur sem í henni er að finna. Afraksturinn má skoða á samsýningu þeirra í Spönginni.


Fókus – félag áhugaljósmyndara var stofnað árið 1999 af hópi áhugaljósmyndara til þess að rækta áhugamálið, stunda jafningjafræðslu og njóta félagsskapar hvert annars, óháð aldri og fyrri störfum. Félagið hefur vaxið og telur nú tæplega 130 meðlimi. Það heldur reglulega viðburði, til dæmis kvöldrölt, fyrirlestra, vinnustöðvafundi, dagsferðir og lengri ferðir. Hápunktar félagsins eru útgáfa árbókar og hin árlega samsýning.

Samsýning Fókus er nú haldin í Borgarbókasafninu í Spönginni og stendur sýningin frá 4. mars til 14. apríl 2023. Þema sýningarinnar er „Mynstur náttúrunnar“ og hefur mikill metnaður verið lagður í að tryggja gæði sýningarinnar, meðal annars með því að fá faglærðan sýningarstjóra, Díönu Júlíusdóttur. Henni innan handar er finnski ljósmyndarinn Kasper Dalkarl, en bæði hafa þau útskrifast með meistarapróf í listum og menningu með áherslu á ljósmyndun frá Novia háskólanum í Finnlandi. Nú í ár taka 46 áhugaljósmyndarar þátt í sýningunni og eru mörg þeirra að sýna verk á sýningu í fyrsta sinn.

Sýninguna má skoða á opnunartíma safnsins, mán-fim kl. 10-18, fös kl. 11-18 og lau kl. 11-16.

Verið öll velkomin á opnun sýningarinnar, laugardaginn 4. mars kl. 14!

Frekari umsjón veitir:
Sigríður Steinunn Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is

Merki